Nýliðakynning Björgunarfélags Árborgar verður í kvöld fimmtudaginn 3. september kl 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.
Nýliðastarfið er ætlað einstaklingum fæddum 1998 og eldri og hafa elstu nýliðar sveitarinnar verið á fimmtugsaldri sem sannar það er aldrei of seint að láta drauminn rætast og gerast björgunarmaður.
Í nýliðum fer fram markviss fræðsla og þjálfun á björgunarmönnum sem samanstendur af fjölda námskeiða ásamt fyrirlestrum, verklegum æfingum, skálaferðum, o.fl. sem lýkur svo með verklegu nýliðaprófi á vordögum. Þjálfun nýliða tekur 1-2 ár. Fundir eru alltaf á fimmtudögum og felst það í því að undirbúa nýliða til þess að taka þátt í útköllum.
Meðal námskeiða sem nýliðar sækja eru fyrsta hjálp, leitartækni, snjóflóð, fjallamennska og fleira.
Fundir nýliða fara fram kl: 20:00 alla fimmtudaga í vetur í Björgunarmiðstöðinni við Árveg. Eins og í almennu starfi þá er þátttaka í nýliðum þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar um starf nýliða má nálgast hjá Ágústi í síma 825-3683.