Nýliðakynning Björgunarfélags Árborgar fer fram þriðjudaginn 28. september kl. 20:00 í Björgunarmiðstöðinni við Árveg 1.
Kynning verður á nýliðastarfi vetrarins, félaginu, aðstöðu og búnaði.
„Við leitum að hressum einstaklingum á öllum aldri, þó ekki yngri en 17 ára, sem hafa áhuga á að starfa með okkur með einum eða öðrum hætti,“ segir í tilkynningu frá félaginu.