Nýliðakynning í Hveragerði í kvöld

Ljósmynd/HSSH

Nýliðakynning Hjálparsveitar skáta Hveragerði fer fram fimmtudagskvöldið 22. ágúst kl. 19:30. Þar verður farið yfir nýliðaþjálfunina, starf sveitarinnar og hvað felst í því að vera í björgunarsveit, bæði í máli og myndum.

Nýliðaþjálfunin er margbreytileg og getur tekið mislangan tíma, allt frá einum vetri. Í nýliðaþjálfuninni lærir fólk helstu atriðin í fjallamennsku, leitartækni, fjallabjörgun, ferðamennsku og rötun, fyrstu hjálp og að geta bjargað sér í íslenskri náttúru. Nýliðar taka einnig fullan þátt fjölmörgum viðburðum og ferðum á vegum sveitarinnar. Að þjálfun lokinni verða nýliðar fullgildir meðlimir og fara þar með á útkallsskrá ef þeir óska þess.

Nýliðastarfið er fyrir alla sem eru 16 ára eða eldri (hafa lokið grunnskóla). Allir eru hvattir til að mæta og kynna sér spennandi starf með hópi af hressu fólki.

Fyrri greinStundum gott að vera sófaklessa
Næsta greinSkráningu í KIA Gullhringinn að ljúka