Nýnemaviku í Menntaskólanum að Laugarvatni lýkur venju samkvæmt með skírn nýnemanna í Laugarvatni.
Skólinn var settur miðvikudaginn 23. ágúst og föstudagurinn þar á eftir er svo sá dagur þegar nýnemarnir eru formlega vígðir inn í hóp ML-inga. Nýnemum er smalað samkvæmt ritúali niður að vatni og rísa upp úr Laugarvatninu sem fullgildir ML-ingar. Skírnin fór að þessu sinni fram í blíðskaparveðri sem gerir góðar minningar svo bjartar og fallegar.
Hirðljósmyndari skólans, Ívar Sæland, myndaði skírnardaginn og má sjá myndirnar hér.