Nýverið var Björn G. Snær Björnsson, læknir, ráðinn til afleysinga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Rangárþingi.
Björn útskrifaðist árið 1996 frá HÍ og hefur unnið á ýmsum skurðdeildum innalands og að auki í Hong Kong.
Síðast starfaði hann í 2 ½ ár á bæklunarskurðdeild Landspítala, en einnig hefur hann starfað víða um land, lengst af á Ísafirði og einnig í ýmsum afleysingum fyrir HSu árin 2009 og 2010.