Nýr augnlæknir á HSu

Þann 1. mars nk. mun Sigríður Másdóttir, augnlæknir, hefja störf á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Sigríður lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1996 og fór eftir það í sérnám í augnlækningum á augndeild Landspítala 1988 og árið eftir lá leiðin til Svíþjóðar, fyrst á Universitetssjukhuset í Örebro og síðan á S:T Eriks Ögonsjukhus í Stokkhólmi 1999-2006 og eftir það á Fellowship í oculoplastik við S:T Eriks Ögonsjukhus 2006-2007.

Hún hefur síðan 2007 verið starfandi augnlæknir hjá Augnlæknum Reykjavíkur og Augnlæknastofunni í Reykjanesbæ. Áhugasvið hennar innan augnlækninga snýr sérstaklega að barnaaugnlækningum og skurðaðgerðum á augnlokum og augnumgjörð.

Sigríður verður með móttöku á HSu á föstudögum.

Fyrri greinFjöldi ferðamanna snýr frá Dyrhólaey
Næsta greinFerskar viðarnytjar og tálgutækni á Snæfoksstöðum