Út er kominn bæklingurinn “Gönguleiðir á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni”. Í bæklingnum er lýst níu stuttum og greiðfærum gönguleiðum sem eru færar allt árið og eru við allra hæfi.
Bæklingurinn er 24 bls. í A5 broti, með mörgum ljósmyndum í lit og korti af hverri gönguleið.
Kirkjubæjarstofa er útgefandi bæklingsins og hefur með höndum sölu og dreifingu til söluaðila.
Lilja Magnúsdóttir ritstjóri fylgir bæklingnum úr hlaði með þessum orðum: “Í þessum bæklingi eru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja ganga um Klaustur og nágrenni, njóta þar náttúrunnar og fræðast um söguna.“