Nýr gígur í jöklinum

Nýr gígur hefur myndast vestast í stóra gígnum í Eyjafjallajökli og er sprengivirkni í honum.

Samfara óróahrinum seinnipartinn á sunnudag sunnudags risu gosmekkir upp af þessum nýja gíg. Gosmekkirnir og sprengingarnar eru litlar en á milli sprenginga heyrist í hraunhruni úr rásinni.

Mikil gufuvirkni er í stóra gígnum og hefur aukist síðan á fimmtudag og skríður jökullinn hratt fram úr honum.

Þetta kemur fram á minnisblaði frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans sem birta var í morgun.

Fyrri greinÖllum sagt upp hjá Ræktó
Næsta greinSyrpa frá Selfossvelli