Í næstu viku hefur Hilma Hólm, hjarta- og lyflæknir, störf hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Hilma útskrifaðist sem lyflæknir frá Baylor College of Medicine í Houston Texas 2005 og lauk prófi í hjartalækningum frá Emory University Hospital í Atlanta, Georgia 2008.
Að útskrift lokinni starfaði hún við Landsspítalann og síðan við rannsóknir hjá DeCode, þar sem hún hefur síðustu tvö árin starfað sem stjórnandi rannsókna í erfðafræði.
Hilma verður fyrst um sinn við á mánudögum og þriðjudögum og tekur á móti sjúklingum í hjartaómanir og áreynslupróf.