Nýr kvensjúkdómalæknir á HSu

Kristján Oddsson sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp hefur hafið störf á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Kristján lauk embættispróf frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1989 og fór eftir það í sérnám á Landspítalann og til Noregs í heimilislækningum 1990-1995. Hann lauk einnig meistaranámi í lýðheilsuvísinum frá Háskólanum í Tromsö í Noregi 1994-1995, meistaranámi í heilbrigðisstjórnun frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum 1995-1997, sérnámi í fæðingar- og kvensjúkdómum frá Háskólasjúkrahúsinu í Þrándheimi í Noregi 1997-2003 og síðan diplomaprófi í rekstrarhagfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg í Skotlandi 2005.

Hann var sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdómum á Íslandi frá 2004 ásamt að starfa fyrir leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Einnig starfaði hann sem yfirlæknir og aðstoðarlandlæknir hjá Embætti landlæknis frá 2006 til 2011.

Kristján hefur starfað áður hjá HSu, en kemur nú til baka og verður með stofumóttöku.

Vefur HSu

Fyrri greinÓska eftir tólf hektara lóð fyrir fiskeldi
Næsta greinVilt þú starfa í björgunarsveit?