Nýr læknir á HSu

Annie B. Sigfúsdóttir, sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómum, hefur hafið störf á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Hún er sérfræðimenntuð á Akademíska sjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð og kemur beint þaðan til starfa á HSu.

Á heimasíðu HSu kemur fram að veruleg þörf hafi verið orðin á að auka við stöðu sérfræðinga í greininni. Jón B. Stefánsson, sem verið hefur eini sérfræðingurinn á sviði kvensjúkdóma hjá HSu, hefur minnkað við sig starfshlutfall.

Fyrri grein50% söluaukning í Vínbúðinni
Næsta greinEinn gisti fangageymslur