Nýr Öxarárfoss varð til um helgina þegar að klakastífla myndaðist fyrir neðan brúnna á Öxará með þeim afleiðingum að straumurinn leitaði norður, meðfram þjóðveginum, áður en áin féll niður í Stekkjargjá.
Nýi fossinn er um tíu metra hár og er töluvert vatnsmikill. Líklegt er að vatnið leiti áfram í þennan farveg á meðan klakastíflan helst við og klaki er í jörðu.
Þeir sem hyggjast berja nýja fossinn augum þurfa að leggja á bílastæðinu við Langastíg og ganga þaðan um það bil 700 metra inn fyrir girðingu og suður með gjáarbarminum.
Nánar má lesa um málið á vef Þingvallanefndar.