Nýr samningur vegna Gömlu Þingborgar

Á dögunum var skrifað undir samning vegna Gömlu Þingborgar en í vetur hafa staðið yfir samningaviðræður milli Flóahrepps og Þingborgarhópsins um leigu á húsinu.

Þingborgarhópurinn hefur haft bækistöðvar í Gömlu Þingborg frá upphafi þar sem hópurinn hefur haft til afnora sal og við og tvö herbergi auk geymslna og aðgengi að sameiginlegu rými.

Nýi samningurinn felur í sér að Þingborgarhópurinn, tekur auk leigugreiðslu að sér húsvörslu og umsjón í húsinu ásamt ræstingu á sameiginlega rýminu.

Húsnæðið er leigt til sölu og markaðssetningar á ullarvöru og öðru handverki en auglýst hefur verið eftir leigjendum sem gætu nýtt rými í kjallara hússins til sölu og markaðsstarfs.

Fyrri greinÁrni Þór þjálfar kvennalið Hamars
Næsta grein280 þúsund plöntur gróðursettar í Hekluskógum