Nýskipað ungmennaráð Hrunamannahrepps hélt sinn fyrsta fund í gær. Helsta hlutverk ungmennaráðs er að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi hreppsins og að gæta hagsmuna ungs fólks.
Í ráðinu sitja Rúnar Guðjónsson skipaður af sveitarstjórn, Hrafnhildur Sædís Benediktsdóttir skipuð af sveitarstjórn, Jón Hermann Vignisson skipaður af sveitarstjórn, Sigríður Helga Steingrímsdóttir fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Zero og Nói Mar Jónsson fulltrúi nemendaráðs Flúðaskóla.
Ráðinu er ætlað að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í rekstri félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins og vinna að eflingu tengsl nemenda framhaldssskóla í Árnessýslu, grunnskóla hreppsins og sveitarstjónar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda framhalds- og grunnskóla um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk.
Auk þess mun ráðið gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks svo eitthvað sé nefnt.