Aðstoðarmaður.is er nýtt og framsækið sprotafyrirtæki sem kemur til með að skapa ný atvinnutækifæri á landsbyggðinni. Aðstoðarmaður.is býður fyrirtækjum uppá fjaraðstoð við hin ýmsu verkefni.
„Annað af megin markmiðum Aðstoðarmaður.is að skapa atvinnutækifæri fyrir fólk úti á landsbyggðinni. Eðli starfins, sem er rafrænt, gerir fólki kleift að vinna verkefnin hvar sem er og því skapast tækifæri fyrir þá sem vilja búa á landsbyggðinni, að fá starf við sitt hæfi“ segir Dagný Hulda Jóhannsdóttir á Selfossi, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Dagný er annar stofnenda Aðstoðarmaður.is ásamt Unni Valborgu Hilmarsdóttur. ”Við sækjum hugmyndina erlendis frá þar sem fjaraðstoðarmenn eða ”Virtual assistant” eru vel þekktir. Fyrirtækið er byggt upp að kanadískri fyrirmynd og í góðu samstafi við einn helsta hugmyndasmið og forsprakka fyrirtækja af þessum toga þar ytra. Því er hugmyndafræðin, skipulag og verkferlar þaulreyndir um margra ára skeið, þó svo að fyrirtækið sé nýtt og atvinnugreinin sé í lítt þekkt hér á landi, enn sem komið er“, segir Unnur Valborg.
Að sögn Dagnýjar skortir oft fjármagn í litlum og millistórum fyrirtækjum til að ráða fastan starfsmann til að sinna hinum ýmsu verkefnum sem fylgja rekstrinum. „Við viljum koma til móts við þessa þörf með því að bjóða uppá fjaraðstoð við lausn þessara verkefna, þar sem vel reyndir aðstoðarmenn geta leyst flest af þeim verkefnum sem fyrirtæki vilja útvista. Út um allt land situr fólk með mikla þekkingu og reynslu sem það hefur kannski ekki haft tækifæri á að nýta til fulls. Er þetta því kjörið tækifæri fyrir það að fá verkefni við sitt hæfi, þar sem það er staðsett.“
Fyrirtæki geta með þessari þjónsutu fengið aðstoð t.d.við að sinna stjórnvaldslegum skyldum eins og tollskýrsugerð, gistináttaskýrslum, áhættumati og gerð starfsmannaskírteina. Einnig textagerð, svörun tölvupósts, umsjá heimasíðu, gagnaöflun, gagnagreiningu og svo mætti lengi telja. Í grundvallaratriðum að sinna hvers konar umsýslu, sem hingað til hefur oftast verið framkvæmd innan fyrirtækjana sjálfra en með aðstoð tækninnar er nú auðvelt að vinna þessi verkefni hvaðan sem er.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á vefsíðunni www.adstodarmadur.is.