„Þetta leggst vel í okkur, það virðist þörf á gistiaðstöðu,“ segir Guðfinna Jóhannsdóttir í Birkilundi í Reykholti en hún og maður hennar, Henk Hoogland, hafa breytt kaffihúsinu Kletti í Reykholti í gistiheimili, sem raunar hefur ekki hlotið nafn.
„Það er allt á fullu, við stefnum á að opna fyrir páska,“ segir Guðfinna í samtali við blaðið. Þar verða sex herbergi, þar af tvö stór á efri hæðinni, sem t.d. nýtast undir fjölskyldur en einnig verður boðið upp á morgunverð.
Guðfinna segir að mest verði lagt uppúr markaðssetningu fyrir erlenda gesti, sem nú þegar eru farnir að skrá sig.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu