Nýtt merki hefur nú verið kynnt til notkunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og er einn liður í sameiningarferli þriggja fyrrverandi heilbrigðisstofnanna í umdæminu.
Hönnuður merkisins er Birgir Ómarsson, grafískur hönnuður, hjá auglýsingastofunni Kaktus.
Nýtt merki er mikilvægt sameiningartákn og gefur einnig nýja ásýnd fyrir íbúa og aðra þá sem njóta þjónustu hjá starfsfólki stofnunarinnar.
Merkið er gert úr hjörtum sem raðað er í hring og mynda þannig rós. Grunnlitirnir eru þrír og tákna gildi HSu. Rauður er litur lífs, krafts og gagnkvæmrar virðingar, gulur er litur gleði, vonar og samvinnu, blár er litur trausts og fagmennsku.