Nýtt söguskilti var sett upp á dögunum á árbakkanum við Ölfusá fyrir neðan verslun Krónunnar. Söguskiltinu er skipt í tvo hluta: Sögu tröllskessunnar Jóru og svipmyndir af sögu Ölfusárbrúar.
Jóruskiltið er unnið af Kvenfélagi Selfoss í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga en Ölfusárbrúarskiltið er unnið af Sveitarfélaginu Árborg í samstarfi við Héraðsskjalasafnið.
Skiltið var afhjúpað formlega af fulltrúum Kvenfélags Selfoss og bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og bætist í hóp fjölmargra söguskilta í sveitarfélaginu.