Ó-listinn með 43% í Skaftárhreppi

Talningu er lokið í Skaftárhreppi. Á kjörskrá voru 366 manns, á kjörstað mættu 254 og 61 skiluðu utankjörfundaratkvæði. Kjörsókn var 86%.

Þrír listar voru í framboði í hreppnum, D-listi Sjálfstæðismanna, Ó-listi óháðra, Skaftárhrepp á kortið og Z-listi Sól í Skaftárhreppi, óháð framboð.

Lokatölur í Skaftárhreppi eru þessar:

D listi – 106 atkvæði 33,65%
Ó listi – 136 atkvæði 43,17%
Z listi – 62 atkvæði 19,68%
Auðir seðlar – 8
Ógildir – 3

Samkvæmt þessu eru aðalmenn:
1. Guðmundur Ingi Ingason Ó lista
2. Eva Björk Harðardóttir D lista
3. Jóhannes Gissurarson Ó lista
4. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Z lista
5. Bjarki V. Guðnason D lista

Varamenn:
1. Sverrir Gíslason Ó lista
2. Eyrún Elvarsdóttir D lista
3. Auður Eyþórsdóttir Ó lista
4. Jóna Björk Jónsdóttir Z lista
5. Bjarni Bjarnason D lista

Mun meiri kjörsókn var í Skaftárhreppi í dag heldur en í kosningunum 2010. Nú kusu 86% kjósenda en fyrir fjórum árum mættu aðeins 62,4% á kjörstað.

Ó-listinn var með hreinan meirihluta, þrjá fulltrúa af fimm, á kjörtímabilinu sem er að líða.

Fyrri greinGuðmundur Karl með þrennu gegn Mána
Næsta greinC-listinn heldur velli í GOGG