Að sögn Gunnlaugs K. Jónssonar, formanns stjórnar NLFÍ, verður starfsemi á Heilsustofnuninni í Hveragerði óbreytt út janúarmánuð.
Niðurskurður á fjárlögum fyrir árið 2011 verður 10% á HNLFÍ en á tímabili var óttast að hann yrði allt að 18%.
Ekki liggur ljóst fyrir hvernig stjórnendur munu mæta þessum niðurskurði. Samningsumboð við NLFÍ hefur færst yfir til Sjúkratrygginga Íslands frá heilbrigðisráðuneytinu og var fyrsti samningsfundur sl. miðvikudag.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT