Óbundin kosning verður í komandi sveitarstjórnarkosningunum í Ásahreppi. Árið 2018 buðu tveir listar fram og var það í fyrsta skipti í sögu sveitarfélagsins sem listakosning fór fram í hreppnum.
Nú bárust engir framboðslistar til kjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests og eru því allir kjósendur í kjöri, nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.
Fimm íbúar í sveitarfélaginu hafa skorast undan því að taka kjöri, meðal þeirra eru fjórir af núverandi sveitarstjórnarfulltrúum, þau Egill Sigurðsson á Berustöðum, Ásta B. Ólafsdóttir í Hestási, Brynja J. Jónasdóttir í Kálfholti og Guðmundur J. Gíslason á Hárlaugsstöðum.