Óbyggðaferðir hætta rekstri í Hólaskógi

Óbyggðaferðir ehf sem leigja aðstöðu í Hólaskógi af Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa ákveðið að gera ekki langtímaleigusamning við sveitarfélagið um áframhaldandi leigu.

Þess í stað verður gerður skammtímaleigusamningur fram á vorið og hyggst sveitarfélagið síðan auglýsa eftir nýjum rekstraraðila í Hólaskógi.

Óbyggðaferðir hafa leigt Hólaskóg síðan 2007 og boðið meðal annars upp á fjórhjólaferðir um hálendið.

Fyrr í vetur hafði fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir umgengni á svæðinu og hafði sveitarstjórn samþykkt í kjölfar þess að áframhaldandi samstarf yrði háð ákveðnum skilyrðum.

Fyrri greinOrðin forfallinn prjónafíkill
Næsta greinHerjólfur siglir ekki í dag