Skemmtistaðurinn Oche Reykjavík sem opnaði í Kringlunni í byrjun sumars er orðinn einn vinsælasti afþreyingarstaður landsins.
Næstkomandi þriðjudag mun Oche Reykjavík bjóða hópum frá Selfossi upp á fría rútu á staðinn. Kvöldið hefst með fordrykk í Tryggvaskála en kl. 18:15 verður lagt af stað á Oche Reykjavík. Þegar allir hafa gert vel við sig í mat og drykk og skemmtun verður lagt af stað heim á Selfoss um klukkan 22:00.
„Ég vona að Selfyssingar taki vel í þetta og fjölmenni til okkar. Við splæsum í græna rútu frá GTS fram og til baka þannig að fólk þarf ekki að pæla í öðru en að mæta og hafa gaman. Þetta er frábært tækifæri fyrir fyrirtæki, saumaklúbba, hlaupahópa eða hvaða vinahóp sem er,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Oche Reykjavík, í samtali við sunnlenska.is.
Oche Reykjavík býður upp á fjölbreytta afþreyingu eins og karaoke, shufl og pílu ásamt veitingastað sem býður upp á pizzur, hamborgara og smárétti.
Til að tryggja sér pláss þarf hópurinn að senda línu á bokanir@is.oche.com.