Oddfellowstúkan Atli færði Krabbameinsfélagi Árnessýslu styrk

Ragnar Pálsson og Kári Helgason frá Oddfellowstúkunni Atla ásamt þeim Svanhildi Ólafsdóttur og Högna Sigurjónssyni frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu við afhendingu styrksins. Ljósmynd/Aðsend

Á fundi Oddfellowstúkunnar Atla á Selfossi þann 5. desember síðastliðinn flutti Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu, afar áhugavert erindi um starfsemi félagsins á Suðurlandi.

Í máli Svanhildar kom fram að starfsemin væri nánast öll rekin með sjálfboðaliðum og þörfin á félaginu væri mikil. Þar er unnið mikið og óeigingjarnt starf og veittur er margskonar stuðningur við krabbameinssjúka jafnt sem aðstandendur þeirra.

Á fundinum veitti Oddfellowstúkan Atli félaginu styrk upp á 600.000 krónur til styrktar enn frekari starfsemi félagsins. Upphæðin safnaðist við sölu happdrættismiða á Kótelettukvöldi Atla sem var haldið í haust.

Fyrri greinEkki ljóst hvenær viðgerð getur hafist
Næsta greinÖlfusá flæðir yfir bakka sína í Sandvíkurhreppi