Sem stendur er Suðurlandsvegur ófær fólksbílum. Björgunarsveitir eru að aðstoða um tuttugu bíla til byggða.
Í tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar kemur fram að ófært sé um Sandskeið og Svínahraun og er það mat björgunarsveitarmanna að ekkert ferðaveður sé nema þá helst fyrir mjög vel útbúna jeppa.
Björgunarsveitir frá Reykjavík eru komnar að Litlu kaffistofunni og eiga eftir að fara eitthvað vestar.
Búist er við að veður breytist þegar líður á nóttina og þá fari að rigna.