Suðurlandsvegi um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslavegi var lokað í morgun vegna ófærðar. Unnið hefur verið að snjómokstri í allan dag og nú er búið að opna Hellisheiði og Þrengslaveg.
Hellisheiði var lokað um klukkan fimm í nótt og var lokuð þangað til á fimmta tímanum í dag.
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í morgun til lokunar á Hellisheiði og Þrengslum og Landsbjörg beindi þeim tilmælum til vegfarenda á suðvesturhorni landsins að hinkra með ferðir sínar sé þess kostur þar til Vegagerðin hefur komist til að ryðja helstu leiðir.
UPPFÆRT KL. 11:14: Búið er að ryðja milli Hveragerðis og Selfoss en þar er hálka. Eyrarbakkavegur hefur verið ruddur en ennþá er ófært um Óseyri yfir á Þorlákshafnarveg. Eins er ófært um Krýsuvíkurveg og Suðurstrandarveg. Hálka og snjóþekja austan við Hvolsvöll.
UPPFÆRT KL. 11:59: Búið er að opna Þrengslin en Hellisheiði er enn lokuð, sem og um Óseyri.
UPPFÆRT KL. 13:36: Hellisheiði er lokuð og Suðurstrandarvegur er ófær. Einnig er ófært um Grafningsveg og Nesjavallaveg. Annars staðar á Suðurlandi er enn sums staðar þæfingsfærð á útvegum.
UPPFÆRT KL. 17:01: Grafningsvegur er fær, en þar er krap og snjóþekja.
UPPFÆRT KL. 17:20: Hellisheiði hefur verið opnuð fyrir umferð.