Fyrr í vikunni plantaði Skógræktarfélag Sandvíkurhrepps rúmlega 200 plöntum í skógræktargirðinguna í Vatnaskógi.
Að auki var grisjað í reitnum en þar hefur verið plantað árlega frá því um miðja síðustu öld.
Skógrækt er stunduð víða í Sandvíkurhreppi því auk þeirra plantna sem skógræktarfélagið plantar hafa einstaka bændur tekið sig til á síðustu árum og plantað reglulega á landareignum sínum.