Kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru duglegastir við að strika yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum alþingiskosningum. Ásmundur Friðriksson var sá frambjóðandi sem langoftast var strikað yfir.
Ásmundur Friðriksson var strikaður út 156 sinnum en rúmlega 2% kjósenda Sjálfstæðisflokksins strikuðu hann út. Útstrikarnirnar höfðu þó engin áhrif á röð frambjóðenda á listanum. Vilhjálmur Árnason var 38 sinnum strikaður út og Guðrún Hafsteinsdóttir 28 sinnum. Jarl Sigurgeirsson var strikaður út 14 sinnum og Björgvin Jóhannesson 12 sinnum.
Hjá Framsóknarflokknum var Sigurður Ingi Jóhannsson strikaður út 17 sinnum og Jóhann Friðrik Friðriksson 15 sinnum.
Fjórtán kjósendur Samfylkingarinnar strikuðu Oddnýju Harðardóttur út og ellefu kjósendur Viðreisnar strikuðu Guðbrand Einarsson út. Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins, var strikaður átta sinnum út af kjörseðli.
Fáar útstrikanir voru hjá Flokki fólksins í Suðurkjördæmi og engar hjá VG, Pírötum, Sósíalistaflokknum eða Frjálslynda lýðræðisflokknum.
Þetta kemur fram í skýrslu yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi sem lesa má hér.