Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt að láta gera óháða úttekt á mönnun og verka skiptingu stjórnenda bæði leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
Ástæða þess að ráðist er í þessa úttekt er að ráða þarf nýjan leikskólastjóra við næstu áramót og því hefur opnast á möguleika til skipulagsbreytinga.
„Við viljum fyrst og fremst skoða þessi mál í rólegheitunum,“ segir Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Framundan er sameiginlegt skólaþing hjá bæði Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þá er gott að vera búinn að skoða eigin mál fyrst.