Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum, staðfestir á vef Eyjafrétta að Herjólfur hafi orðið fyrir óhappi í Landeyjahöfn.
Samkvæmt upplýsingum sem ritstjórn Eyjafrétta hefur frá farþegum Herjólfs telja þeir að skipið hafi farið utan í annan af tveimur hafnargörðum Landeyjahafnar.
„Herjólfur sigldi til baka samkvæmt áætlun en ég get lítið sagt um málið að svo stöddu. Þegar skipið verður komið til hafnar í Vestmannaeyjum, verður kafari sendur niður til að meta skemmdir, ef einhverjar eru,“ segir Gunnlaugur á vef Eyjafrétta.