Liðin vika var annasöm hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt en auk þess sinnti lögreglan ýmsum verkefnum.
Ekið var á bifreið í nágrenni Hellu og fór sá sem hlut átti að máli af vettvangi. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og náðist hann. Mál hans fær eðlilega afgreiðslu og má hann búast við að tapa ökuréttindum sínum.
Þá valt bifreið við Steina undir Eyjafjöllum. Engin meiðsl urðu á ökumanni eða farþegum.
Í fjórum tilvikum var tilkynnt um lausagöngu búfjárs. Í tveimur tilfellum var um hross að ræða en í öðrum tveimur var um nautgripi á ferð.
Skráningarnúmer voru tekin af bifreiðum vegan vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar. Einnig voru aðilar boðaðir til skoðunar með ökutæki sín innan sjö daga.
Fjórir voru teknir í vikunni fyrir að aka of hratt. Sá sem hraðast ók var á 121 km hraða á 90 km vegi við Lómagnúp, austan við Kirkjubæjarklaustur.