Bifreið var ekið á brúarhandrið vestanverðrar Ölfusárbrúar nú í kvöld. Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í ána.
Svo heppilega vildi til að í húsi Björgunarfélags Árborgar var mannskapur þannig að bátur var kominn mjög fljótt á ána og náðist maðurinn um borð í bátinn til móts við götuna Árbakka á Selfossi. Hann er nú kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.
Loka þurfti fyrir umferð um Ölfusárbrú og er hún lokuð enn á meðan rannsóknarlögregla athafnar sig á vettvangi og bifreiðin er fjarlægð af brúnni. Gera má ráð fyrir að brúin verði lokuð næsta klukkutímann.
Þeir sem hafa orðið vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið eru beðnir að hafa samband viuð lögregluna, hér á facebook, á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.