Ók á rafmagnskassa og lét sig hverfa

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður sem fór af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum á rafmagnskassa í Þorlákshöfn síðastliðinn föstudag var stöðvaður í kjölfarið af lögreglu.

Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn í umrætt sinn.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að tveir aðrir ökumenn sem stöðvaðir voru í liðinni viku á Suðurlandi séu grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Annar þeirra var próflaus vegna fyrri brota.

Fyrri greinUmferð takmörkuð í Dyrhóley
Næsta greinÞórsarar stigu á gjöfina í lokin