Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði bíl við Skeiðavegamót í gær en í honum voru átta farþegar á leið á Keflavíkurflugvöll.
Bíllinn var á vegum ferðaþjónustuaðila, á erlendum bílnúmerum og var ökumaðurinn sömuleiðis af erlendu bergi brotinn. Ökumaðurinn var ekki með leyfi til aksturs í ferðaþjónustu og án réttinda til þess að aka átta farþega bíl.
Maðurinn greiddi sekt sína á vettvangi og fékk leigubíl til þess að flytja farþegana á áfangastað. Brot ferðaskrifstofunnar enn til meðferðar hjá lögreglunni á Suðurlandi.