Klukkan 4:27 í nótt barst Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi útkall til aðstoðar vegfaranda við Uxavatn á Uxahryggjaleið.
Ökumaðurinn sem þar var á ferðinni reyndist vera á óbreyttum jeppling og hafði hann ekið framhjá skiltum sem segja veginn ófæran.
Tveir félagar Tintron sinntu kallinu og losuðu bílinn ásamt því að fylgja honum að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum þar sem leiðir skildu.
Björgunarsveitarmennirnir voru komnir aftur í hús um klukkan 9 í morgun.