Að morgni sunnudagsins veittu lögreglumenn athygli bifreið á leið niður Kamba sem var mikið skemmd að framan. Þeir stöðvuðu ökumann sem reyndist nokkuð ölvaður.
Hann var handtekinn og færður í fangageymslu. Upplýsingar bárust síðar um að bifreiðinni hefði verið ekið utan í vegrið í Svínahrauni.
Við yfirheyrslu viðurkenndi ökumaður að hafa verið valdur að því ásamt því að hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn en hann var á leið frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu.
Lögreglan á Selfossi kærði þrjá ökumenn fyrir ölvunarakstur um helgina og einn fyrir að aka sviptur ökuréttindum.