Rétt fyrir kl. 7 í gærmorgun var bifreið ekið á valtara sem var á vegslóða ofan við reiðhöllina á Gaddstaðaflötum.
Tveir voru í bifreiðinni og slasaðist ökumaður eitthvað og var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Farþeginn fékk að fara heim að skoðun lokinni.
Bifreiðin er mikið skemmd en grunur leikur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða.