Fjölskylda við Dælengi á Selfossi vaknaði upp við mikla skruðninga í nótt og þegar að var gáð var bíll kominn alveg að útidyrunum.
Bílnum var ekið út götuna þar sem ökumaðurinn missti stjórn á henni. Bíllinn hafði farið yfir steyptan kant, í gegnum limgerði, yfir gosbrunn og sólpall áður en hann nam staðar á tröppunum.
Tveir voru í bílnum en ekki urðu slys á fólki. Ökumaðurinn reyndist ölvaður og var hann á vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.
Kranabíl þurfti til að fjarlægja bílinn, sem var töluvert skemmdur. Einnig varð tjón í garðinum, á sólpalli og tröppum.