Próflaus reyndi að blekkja lögreglu

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tvo ökumenn um miðjan dag í síðustu viku á Selfossi, annan undir áhrifum áfengis og hinn próflaus, undir áhrifum fíkniefna.

Þá var kona stöðvuð í síðustu viku og hafði hún ekki gild ökuréttindi. Konan reyndi að villa á sér heimildir með því að gefa upp nafn annarrar konu til þess að komast undan sök og var hún því einnig kærð fyrir hegningarlagabrot.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að fjórir ökumenn voru sektaðir fyrir að vera á ferðinni með ljósabúnað í ólagi.

Fyrri greinSpenna í lokin en Hrunamenn fögnuðu
Næsta greinDrögum lærdóm af ástandinu og horfum til framtíðar