Ók skellinöðru aftan á bíl

Ungur maður slapp lítið meiddur þegar hann ók skellinöðru sinni aftan á bíl á Selfossi í gærkvöldi og féll í götuna.

Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar.
Tildrög slyssins voru þau að bíllin hægði skyndilega á sér og bilið milli hjóls og bíls var ekki nægilegt til þess að ökumaður skellinöðrunnar gæti brugðist við í tíma.
Fyrri greinÍbúafundur á Klaustri
Næsta greinUm 60 björgunarmenn að störfum