Erlendur ferðamaður var kærður fyrir utanvegaakstur við Bláfell hjá Kjalvegi í liðinni viku. Vegfarandi varð vitni að atvikinu, tók myndir og kom boðum til lögreglu.
Bifreiðinni var ekið um mela og hálfgróið land og olli ökumaðurinn með því nokkrum skemmdum.
Lögregla hafði uppi á ökumanninum sem var boðaður á lögreglustöðina á Selfossi. Þar gekkst hann við brotinu og sættist á að greiða 100 þúsund króna sekt.