Skömmu fyrir hádegi í gær var tilkynnt um bifreið sem hefði lent utan vegar og tekið niður girðingu á stuttum kafla skammt frá Ásmundastöðum í Rangárþingi.
Ökumaðurinn var grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem tekið var frá honum blóðsýni.
Auk þess voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og þrír fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.