Ár hvert er nóvembermánuður helgaður sykursýkivörnum hjá Lions. Af því tilefni munu Lionsklúbbur Hveragerðis og Lionsklúbburinn Eden bjóða ókeypis blóðsykursmælingu í Sunnumörk í Hveragerði um næstu helgi.
Boðið er upp á mælingarnar föstudaginn25. nóv. frá kl. 16:00 – 19:00 og laugardaginn 26. nóv. frá kl. 11:00 –16:00.
Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Blóðsykurinn (glúkósinn) er nauðsynlegt brennsluefni fyrir líkamann. Of hár blóðsykur er þó skaðlegur og því er blóðsykurmagninu haldið á þröngu bili undir eðlilegum kringumstæðum. Blóðsykurmagnið ræðst af samspili fæðuneyslu, líkamsáreynslu, blóðsykursframleiðslu lifrar og magni nokkurra hormóna í blóðinu en þau helstu kallast insúlín og glúkagon.