Ókeypis tjaldstæði á Suðurlandi

Ferðamönnum er boðið upp á ókeypis tjaldstæði í grennd við Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýrdal frá 27. júní til 1. júlí.

Þessa daga verður ferðamönnum á Suðurlandi boðið ókeypis tjaldstæði á öllum tjaldsvæðum við og í kringum Kirkjubæjarklaustur í Skaftárhreppi og Vík í Mýrdal.

Vestur- Skaftafellsýsla er rómuð fyrir náttúrufegurð og fjölbreytileika. Tjaldsvæðin eru mörg hver staðsett við helstu náttúruperlur svæðisins. Fjölbreytt aðstaða og tækifæri til afþreyingar eru á svæðinu svo sem gönguferðir, akstur inn á hálendið, veiði eða sund.

Í báðum þéttbýliskjörnunum eru góðar sundlaugar og íþróttaaðstaða til allkyns íþróttaiðkunar.

Fyrri greinDelludagur 2011 – MYNDIR
Næsta greinKirkjan kaupir Hafnargötu 10