Þessar fallegu litlu gimbrar á Þykkvabæ III í Landbroti urðu sannarlega móður sinni til lífs. Þá gömlu, átta vetra rolluna, stóð til að skera þar sem hún var geld í fyrra og orðin öldruð.
Við nánari skoðun kom í ljós að sú gamla var komin að burði, og lömbin létu ekki á sér standa, heldur mættu í heiminn í aðfaranótt 25. október.