Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningar í síðustu viku um ungmenni sem óku fjórhjólum innabæjar á göngustígum á Selfossi.
Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvort lögreglan hafi haft hendur í hári þeirra en lögreglan vill beina því til fólks að mikil slysahætta stafar af því að aka vélknúnum ökutækjum eftir göngustígum, auk þess sem það er ekki heimilt.
Lögreglan kærði 18 ökumenn fyrir umferðarlagabrot í síðustu viku, þar af 11 fyrir of hraðan akstur.