Að kvöldi fimmtudags stöðvuðu lögreglumenn á Hvolsvelli ökumann dráttarvélar sem ók eftir Suðurlandsvegi með aftanívagn sem var ofhlaðinn af malarefni, vagninn óskráður, dráttarvélin ótryggð, stýris- og ljósabúnaður í ólagi og hjólbarðar á vagninum slitnir og einn alveg inn í striga.
Ökumaðurinn var kærður öll þessi brot.
Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að sextíu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í síðustu viku.
Lögreglumenn umferðareftirlitsdeildar hafa verið mikið á ferðinni og í vikunni kærðu þeir ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur og þrjá fyrir ásþungabrot. Auk þess hafa þeir tekið þátt í umferðarátaksverkefnum.
Í síðustu viku fékk lögreglan tilkynningar um sex minni háttar umferðaróhöpp og þrjú slys.