Ökumaður slapp ómeiddur

Ökumaður fólksbíls slapp með skrekkinn þegar hann ók á hross á Hvammsvegi í Ölfusi um kl. 8 í morgun.

Hrossastóð hafði sloppið úr girðingu ofan við Gljúfurárholt og voru nokkrir hestar á veginum. Kona sem ók bílnum slapp við meiðsli en bíllinn er ónýtur og hrossið drapst.

Hrossin voru komin innfyrir girðingu þegar lögregla kom á vettvang. Lögreglan segir sannað að hlið á girðingunni hafi opnast af einhverjum orsökum en lausaganga búfjár er bönnuð í Ölfusinu.

Fyrri greinSofnaði og ók á staur
Næsta greinÞrjár bílveltur í kvöld