Ökumaðurinn slapp með skrekkinn

Betur fór en á horfðist þegar olíubíll valt á þjóðveginum við Seljalandssel austan Hvolsvallar í gærdag.

Bílstjórinn missti stjórn á olíubílnum í hálku þegar ökumaður bifreiðar fyrir framan hann hægði skyndilega á sér. Bílstjórinn slapp með skrekkinn en hann var fluttur lemstraður á heilsugæsluna á Hvolsvelli.

Bifreiðin er mjög mikið skemmd en engin olía fór til spillis úr tankinum og það eina sem lak út var úr eldsneytiskerfi bílsins.

Fyrri grein„Erum jafngóðir ef ekki betri”
Næsta greinSkoða lífdíselverksmiðju á Hvolsvelli