Ökumaðurinn stóð varla í lappirnar

Lögreglan á Selfossi er daglega í sérstöku umferðareftirliti sem hefur verið sett upp í samstarfi við Ríkislögreglustjóra.

Í vikunni voru 25 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, þrír fyrir ölvunarakstur og hafði lögregla afskiptum af einum þeirra á Skeiðavegi í gærkvöldi.

Sá var svo ölvaður að hann mátti varla mæla og stóð vart undir sjálfum sér. Hann var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann sefur úr sér áfengisvímuna. Hann verður yfirheyrður þegar hann vaknar.

Fyrri greinGleðin réð ríkjum á Kótelettunni
Næsta greinThelma Björk kölluð inn í landsliðið